Elín Hall hélt uppselda útgáfutónleika heyrist í mér? 29. nóv 2024 í IÐNÓ

Elín Hall hélt upp á verðlaunaplötuna sína heyrist í mér? með uppseldum útgáfutónleikum í Iðnó í lok nóvember, 2024.

heyrist í mér? hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024 og lögin „vinir“, „bankastræti“ með Unu Torfa og „manndráp af gáleysi“ náðu öll toppsæti vinsældalista Rásar 2.

Hún hlaut jafnframt Kraumsverðlaun og viðurkenninguna plata ársins á tónlistarverðlaunum Reykjavík Grapevine. 

ELÍN HALL – kveðjutónleikar plötunnar ‘heyrist í mér?’
í Iðnó þann 29. nóvember. Takmarkaður miðafjöldi. 

Nú er ár síðan platan mín “heyrist í mér?” kom út og það er ótrúlegt að horfa til baka á allt sem hún hefur fært mér. Þessi plata varð til í innhverfu myrkri heimsfaraldurs þar sem helsti drifkrafturinn minn var einhverskonar örvænting. Mér fannst veröldin í þrotlaustu tengslarofi og þá fæddist þessi spurning, “heyrist í mér?” - og ég meinti það á eins einlægan en eins ögrandi hátt og ég gat. Platan er fyrir þau sem upplifa sig ekki séða eða heyrða. Fyrir þau sem finnst þau gætu öskrað án þess að nokkur heyrði. Með því að gefa plötuna út vildi ég finna að það væri ekki bara ég.

Ég verð voða meir að líta til baka og sjá hversu margt hefur breyst í mínu lífi frá því ég samdi plötuna - En einnig yfir þeim viðbrögðum sem ég átti eftir að fá. Ég kann að meta hver og ein skilaboð, hverja og eina spilun, samtölin og ykkur sem mætt hafa á tónleika víðsvegar um landið. Platan mín varð fyrst að listaverki þegar hún tengdi okkur saman. Svo takk fyrir mig, takk fyrir allt, takk fyrir að heyra í mér.“
— Elín Hall 

Reykjavík 2024 –  Elín Hall þakkar hlustendum sínum fyrir frábærar viðtökur á Heyrist í mér? með kveðjutónleikum plötunnar í Iðnó föstudaginn 29. nóvember klukkan 19:00. Þar mun Elín Hall spila plötunna í heild sinni ásamt hljómsveit. 

Dóra & Döðlurnar hitar upp en það er eru pop/rokk stelpuhljómsveit af höfuðborgarsvæðinu. Sveitin hafnaði í þriðja sæti í Músíktilraunum 2023 sem og fór lagið þeirra „Gatnamót“ í kjölfarið á vinsældarlista Rásar 2.

Platan heyrist í mér? er önnur plata Elínar og kom hún út síðastliðin Nóvember á Iceland Airwaves hátíðinni og var gefin út af Alda Music. Síðan þá hefur platan hlotið þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024 og lögin „Vinir“, „Bankastræti“ með Unu Torfa og „Manndráp af gáleysi“ náðu öll toppsæti vinsældalista Rásar 2. Hún  hlaut jafnframt Kraumsverðlaun og viðurkenninguna plata ársins á tónlistarverðlaunum Reykjavík Grapevine. 

Elín Hall skrifar lögin sín sjálf og er þekkt fyrir einlæga texta sem kafa djúpt og fjalla um mannleg þemu. Platan heyrist í mér? snertir á þeirri þrá að vera séð og heyrð, sem er undirliggjandi tónn plötunnar. Hún leitar að sannleika og brýtur hann upp með ögrandi myndum og vægðarlausu tungumáli á köflum. Platan tekur hlustendur með í ferðalag þar sem þeir fá að spegla sig í myrkrinu og finna þar samhygð og fegurð.

Reynir Snær Magnússon var upptökustjóri plötunnar og síðar í ferlinu kom Árni Hjörvar Árnason að upptöku og hljóðblöndun sem færði verkið á annað plan.

Elín Hall hóf feril sinn í tónlist með frumsömdu lagi sem hún flutti í Söngvakeppni RÚV aðeins 16 ára gömul. Skömmu síðar var henni falið aðalhlutverk í stórmyndinni Lof mér að falla. Síðan þá hefur hún leikið í kvikmyndum eins og Kuldi og leikið Bubba á sviði Borgarleikhússins í söngleiknum Níu Líf. Fyrr á árinu var myndin Ljósbrot frumsýnd á kvikmyndahátíð Cannes þar sem leikur hennar vakti heimsathygli og var hún viðurkennd sem besta leikkona í aðalhlutverki á Chicago International Film Festival nýverið. 

Miðar og sérstakur tilboðspakki: Elín Hall býður upp á einstakan tilboðspakka þar sem hægt er að fá 2x miða ásamt árituðum vínyl af heyrist í mér? fyrir aðeins 14.900 kr. TILBOÐ: 2x miðar + áritaður vínyll: Elín Hall – heyrist í mér? >> 

Previous
Previous

Avo’s fundraising round of $3M – TechCrunch [ONLINE]

Next
Next

Arcade Fire uses Promogogo – Nútíminn [ONLINE]