Ís­lenskt hug­vit á að um­bylta golfheiminum – fréttatími Stöðvar 2

Elva Golf heimsfrumsýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Opnun í GKG fór fram í September 2024.

ELVA GOLF kynnir byltingu í golfþjálfun með rauntíma sveiflugreiningu í innanhúsgolfi – Opnar í GKG þann 27. sept

Byrjunarhreyfingarnar hjá mér hafa alla tíð verið flatar á leiðinni aftur, eftir 5-7 högg var komin tilfinning þar sem hendurnar ,,hlýddu’’ og kylfan rataði réttu leiðina. Sama er að segja um líkamsstöðuna, vegna veikleika í mjöðmum hættir mér til að koma mér í óhagkvæmar stellingar á leiðinni aftur. Örfá högg dugðu til að koma lagi á það líka. Það er svo mikilvægt að hafa verkfæri sem geta hjálpað okkur að sjá hvort æfingarnar eru að skila árangri eða ekki. Ég hlakka til að fylgjast með þróuninni þegar kennarar og hinn almenni kylfingur fara að nýta sér það sem ELVA hefur að bjóða okkur.
— Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, golfkennari hjá Golfhöllinni og meðeigandi GolfSögu.
ELVA kerfið uppfyllir strangar kröfur atvinnukylfinga. Með sex myndavélum veitir það nákvæmar, áreiðanlegar og stöðugar sveiflumælingar, algjörlega án þess að nota merki eða nema sem trufla sveifluna.
— Dr. Rob Neal, meðstofnandi ELVA Golf. 

ELVA Golf kynnir byltingarkennda lausn í golfþjálfun með nákvæmri sveiflugreiningu án skynjara þróuð af íslenskum frumkvöðlum og byggt á vísindum Dr. Rob Neal. 

Reykjavík, September 22, 2024 – ELVA Golf kynnir nýjung fyrir golfherma þar sem kylfingum býðst að fá nákvæma sveiflumælingu. Fyrsta æfingaraðstaða ELVA er nú þegar uppsett í hermi í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG), stærsta golfklúbbi landsins þar sem teymið býður til opnunar þann 27. september. 

Þessi nýsköpun byggir á brautryðjandastarfi sérfræðingsins Dr. Rob Neal í sveiflugreiningu sem hann hefur þróað síðastliðin 30 ár. Hann er heimsþekktur fyrir starf sitt við mælingar á hreyfingum líkamans til að bæta golfsveifluna (e. biodynamics measurements). Hann hefur unnið með kylfingum á borð við Justin Thomas ásamt því að koma reglulega til Íslands og vinna með afrekskylfingunum okkar. 

ELVA hefur formlega opnað fyrir skráningu og er áhugasömum bent á elvagolf.com eða á bókunarkerfi GKG. Athugið að ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur GKG til að geta bókað tíma í ELVA. Alþjóðleg kynning á ELVA Golf hefst svo á PGA Merchandise Show í Orlando, Flórída, í janúar á næsta ári.

Stofnendur ELVA GOLF eru Arnar Már Ólafsson, leiðandi PGA þjálfari á Íslandi, Dr. Robert J Neal, frumkvöðull á sviði líffræðilegra mælinga í golfi og stofnandi Golf Biodynamics, Grétar Eiríksson, golfkennari og sérfræðingur í lífaflfræði, Eyrún Arna Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í gervigreind og tölvusjón, Jaldert Rombouts, sérfræðingur í gervigreind og þjarkafræðum og Helgi Hjálmarsson, stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Völku. Fyrirtækið ELVA Golf hefur hlotið Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði. 

ELVA Golf ehf býður áhugasömum að koma og skoða þessa nýjung föstudaginn 27. september klukkan 16:00 í GKG þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og frekari kynningu á fræðunum sem ELVA byggir á og hvernig varan virkar. Skráning á opnun ELVA Golf fer fram á Facebook viðburði >>

Við trúum að rauntíma sveiflugreining verði jafn stórt skref við golfæfingar innanhúss eins og þegar kylfingar hættu að slá í net og fóru að nota golfherma sem gáfu þeim upplýsingar um boltaflug og hreyfingu kylfunnar rétt áður en hún hittir boltann. Með ELVA æfingaraðstöðunni fá kylfingar til viðbótar upplýsingar um hreyfingu líkamans í golfsveiflunni og hreyfingu kylfunnar í gegnum alla sveifluna. Hinar miklu framfarir í tölvutækni, myndvinnslu og gervigreind hafa gert okkur kleift að þróa þetta næsta stóra stökk í golfþjálfun. Við erum spennt að leiða þessa byltingu og hjálpa nýgræðingum til jafns við atvinnukylfinga að bæta sig hraðar!
— Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi ELVA Golf.
Previous
Previous

Arcade Fire uses Promogogo – Nútíminn [ONLINE]

Next
Next

Herranótt frumsýnir Nosferatu – Fréttablaðið [PRINT]